Pétur Rúnar valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2016

Pétur Rúnar Birgisson var valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2016. Veitti hann viðukenningunni móttöku í Húsi Frítímans 22. desember við hátíðlega athöfn. 

Pétur Rúnar er vel að titlinum kominn. Hann hefur stýrt liði meistaraflokks af mikilli snilld undanfarin ár og hefur einnig verið í yngri landsliðum alla tíð. Þá hefur hann æft með A-landsliði karla undanfarin tvö ár.

Við óskum Pétri Rúnari innilega til hamingju með árangurinn.