Körfuboltaveisla á sunnudaginn

Stuðningsmenn Tindastóls. Mynd: Hjalti Árna.
Stuðningsmenn Tindastóls. Mynd: Hjalti Árna.

Kæru stuðningsmenn

Það verður aldeilis veisla í Síkinu á sunnudaginn kemur en þá verða þrír leikir spilaðir.

Unglingaflokkur karla hefur leik og mætir Grindavík. Sá leikur hefst klukkan 14.00.

Unglingaflokkur kvenna tekur þá við og leikur gegn sameiginlegu liði Ármanns og Stjörnunnar. Sá leikur hefst klukkan 16.00.

Að lokum fer fram næst síðasta umferð í Domino's deildinni þegar meistaraflokkur karla tekur á móti Grindavík. Sá leikur er á hefðbundnum tíma, 19.15. 

Heitustu stuðningsmenn Tindastóls geta því mætt í Síkið rétt fyrir klukkan 14, horft á leikinn hjá strákunum, fengið sér kaffi og með'ðí í sjoppunni á meðan beðið er eftir leiknum hjá stelpunum og loks fengið sér hamborgara fyrir leik Tindastóls og Grindavíkur í Domino's deild karla. Þetta getur einfaldlega ekki klikkað!