Körfuboltabúðir Tindastóls - FRESTAÐ

Kæru foreldrar og iðkendur.

Í ljósi nýjustu tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 hefur Körfuboltabúðum Tindastóls 2020 verið aflýst. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi Vestra með miklum trega. Þessi ákvörðun er ekki síst erfið vegna allra þeirra iðkenda sem skráðir voru í búðirnar og sáu fram á skemmtilega körfuboltadaga á Sauðárkróki.
Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar 10. - 15. ágúst 2021 og hvetjum við alla að taka þá daga frá sem fyrst.

Forsjáraðilar þátttakenda hafa nú þegar fengið tölvupóst frá okkur. Ef það er einhver sem hefur ekki fengið þann póst þá má endilega senda okkur skilaboð á budirtindastoll@gmail.com

Með körfuboltakveðju frá Sauðárkróki
Stjórn kkd Tindastóls og Unglingaráð kkd Tindastóls