Úrslit helgarinnar

8. flokkur karla, sameinað lið Tindastóls og Kormáks, gerði ágæta ferð suður í Þorlákshöfn. Þar mættu þeir Fjölni, Þór Þorlákshöfn, Hamar/Hrunamönnum og Ármanni. Strákarnir sigruðu Þór Þ. 37:38, töpuðu fyrir Fjölni 45:28, unnu Hamar/Hrunamenn 38:36 og töpuðu fyrir Ármanni 44-31.
Drengjaflokkur fór suður á laugardagsmorgni og mættu Stjörnunni. Þeir sigruðu með 26 stiga mun, 60-86.
Í dag voru svo tveir leikir spilaðir hér heima. Unglingaflokkur spilaði frestaðan leik gegn Keflavík. Þeir sigruðu nokkuð örugglega, 86-71.
Þá tók meistaraflokkur kvenna á móti liði KFÍ kl: 15.00. Stelpurnar spiluðu án kana og með nýjan þjálfara en Tashawna Higgins hefur verið sagt upp störfum. Dúfa Ásbjörnsdóttir tók við þjálfun liðsins og stýrði því í fyrsta skiptið í dag. Stelpurnar áttu ágætan fyrri hálfleik en slakari seinni hálfleik svo úr varð að KFÍ sigraði með þónokkrum mun, 46-71. Næstu leikir félagsins eru sem hér segir: