Tveir sigrar í gær

Í gær sigruðu bæði lið Tindastóls sína leiki. 
Meistaraflokkur kvenna sigraði Fjölni, 61-50. Stelpurnar okkar komust strax yfir og leiddu leikinn allan tímann. Leikurinn hjá þeim einkenndist af baráttu og sigurvilja sem gerði leikinn áhorfendavænan og skemmtilegan. Stigahæst var Tikey með 27 stig, Þóranna var með 8 stig, Kristín Halla 7, Bríet og Jóna María 6 hvor, Linda Þórdís 4, Þóranna 6 og Helena 1. 
Unglingaflokkur sigraði svo sterkt lið FSu en þessi lið berjast um toppsætið í deildinni sinni. FSu leiddi leikinn nánast allan tímann en þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir komust strákarnir okkar yfir og endaði leikurinn 83-80. Stigahæstur hjá okkar mönnum var Viðar með 27 stig, þá var Ingvi með 23, Pétur Rúnar var með 9, Sigurður Páll með 8, leikmaður nr. 12 með 7 stig, Finnbogi með 5, leikmaður nr. 10 með 4 stig