Tindastóll með öruggan sigur í fyrsta leik.

Það var sást frá fyrstu mínutu að mikill getumunur er á liðunum. Ísfirðingar ekki komnir með allan sinn mannskap og Stólarnir bara skrefi á undan heimamönnum. Var leikurinn ágætis skemmtun þrátt fyrir að mikill haustbragur væri á honum. Voru strákarnir bara að spila fínan bolta þá séstaklega í seinni hálfleiknum. Spiluðu Stólarnir án Myron Dempsey sem er ekki ennþá kominn með leikheimild sem er í vinnslu og verður vonandi klár fyrir næsta leik.

Endaði leikurinn 76-109 fyrir Tindastól.
Stigaskor Tindastóls í leiknum.
Helgi Rafn-24
Flake-22
Pétur-18
Lewis-10
Ingvi-6
Viðar-5
Helgi F-5
Siggi-5
Hannes-5
Þráinn-4
Finnbogi-3