Tindastóll - Keflavík

Í kvöld leikur meistaraflokkur karla gegn Keflavík á heimavelli. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en sigri Tindastóll getum við náð fjögurra stiga forskoti á Keflavík og Hauka að því gefnu að þeir tapi fyrir KR-ingum á mánudagskvöldið kemur. 
Við hvetjum sem fyrr alla stuðningsmenn til að mæta í Síkið í kvöld og styðja strákana.
Áfram Tindastóll