Tindastóll-Þór Þ föstudaginn 27 mars.

Tindastóll og Þór Þ mætast í þriðja sinn á föstudaginn í 8 liða úrslitum, til að sigra einvígið þarf 3 sigra. Tindastóll leiðir einvígið 
2-0 og geta því með sigri á föstudag tryggt sér farseðil í 4 liða úrslit. Hvetjum við alla sem einn að gera sér glaðan dag og mæta í Síkið og eiga frábæra stund saman. Það vita allir að góður og mikill stuðningur skiptir öllu máli, hvetja svo liðið á jákvæðann hátt og vera körfuboltanum til fyrirmyndar. Tindastólsliðið er klárt fyrir átökin, verðið þið það ekki örugglega líka. 

Áfram Tindastóll.