Skemmtileg körfuboltahelgi framundan

Um helgina verður mikið um að vera í íþróttahúsinu hjá okkur. Fyrir utan sirkus sem þar verður, munu Körfuboltabúðir Tindastóls 2014 verða á fullu alla helgina sem og æfingar hjá meistaraflokki karla. 
Foreldrum, systkinum og öðru áhugafólki um körfubolta er boðið að líta við og fylgjast með öllum þeim æfingum sem verða í húsinu þessa helgi, bæði hjá upprennandi körfuboltastjörnum og æfingum hjá meistaraflokki karla. Við hvetjum sérstaklega þátttakendur í Körfuboltabúðunum til að fylgjast með meistaraflokki karla æfa undir stjórn topp þjálfara en þær æfingar fara fram í hléum sem sett eru um kvöldmatarleytið á föstudeginum og fyrir hádegi á laugardeginum.
Á sunnudaginn, þegar Körfuboltabúðunum hefur verið slitið, ætlar meistaraflokkur karla að slá upp æfingaleik þar sem þeir skipta í tvö lið, leika með stigatöflu og dómurum. 
Allar upplýsingar um dagskrá helgarinnar má finna hér til hliðar undir flipanum Körfuboltabúðir 2014 og flipanum sem þar opnast sem heitir Dagskrá.