Sigur hjá drengjaflokki

Drengjaflokkur sigraði fyrr í dag lið Breiðabliks í framlengdum leik 107-93. Breiðablik voru sterkari aðilinn lengi vel í dag en strákarnir okkar náðu að jafna í enda leiksins og koma honum í framlengingu. Pétur átti stórleik og endaði með 42 stig, þar af 10 í framlengingunni, Viðar var með 23 stig, Finnbogi og Pálmi voru báðir með 16 stig og Hannes með 10. 
Frábær sigur hjá strákunum og þeir því komnir í fjögurra liða úrslit í sínum flokki.
Áfram Tindastóll.