Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar

Miðvikudagskvöldið 13. maí verður lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls haldið í neðri salnum á Kaffi Krók. 
Húsið opnar kl: 19.30 og dagskrá hefst kl: 20.00. Veittar verða ýmsar viðurkenningar í meistaraflokki karla og kvenna, unglingaflokki, drengjaflokki og stúlknaflokki. 
Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á hófið og fagna glæsilegum árangri með okkur en miðinn kostar aðeins 2.500 krónur og er matur innifalinn í því verði. 
Þegar okkar dagskrá er lokið er tilvalið að skella sér í efri salinn og hlusta á ljúfa tóna hjá Sigvalda. 
Skráning á lokahófið fer fram á netfanginu olibstef@gmail.com.
Vonumst til að sjá sem flesta,
stjórn kkd. Tindastóls