Lengjubikarinn að rúlla af stað

Loksins er körfuboltinn að fara að rúlla af stað. Mfl karla byrja þessa leiktíð á að heimsækja Kfí á laugardaginn og er leikurinn liður í lengjubikarnum. Að þessu sinni leikum við í 3 liða riðli eftir að Þór Þ dró sig úr keppni. Eigum við líka útileik í Njarðvík í þessari sömu keppni föstudaginn 19 sep. Eru aðeins þessir tveir leikir leiknir í riðlakeppninni og halda tvö efstu liðin svo áfram í 8 liða úrslit. Áttum við heimaleik í þessari keppni við Þór Þ en eins og áður sagði þá drógu Þórsarar sig úr keppni og því leikum við báða leikina okkar í riðlinum á útivelli. Gera má ráð fyrir því að vinir okkar á Ísafirði sýni leikinn beint á netinu inná slóðanum http://www.kfi.is/kfi_tv/     Áfram Tindastóll