Leikjum dagsins lokið

Leikjum dagsins er nú lokið en dagurinn einkenndist af miklum sveiflum bæði innan vallar og utan.
Stúlknaflokkur byrjaði á að fá skell í Kórnum þegar þær töpuðu stórt gegn Breiðablik 71-45 en í liðið hjá þeim vantaði bæði Lindu Þórdísi og Valdísi. Þá þurftu stelpurnar að keyra Heydalinn og Laxárdalsheiðina heim vegna ófærðar á Holtavörðuheiðinni.
Drengjaflokksleiknum seinkaði svo um rúman hálftíma þar sem að upphaflega seinkaði Haukamönnum og þegar þeir mættu á svæðið kom í ljós að Tindastólsmenn þyrftu að skipta um búninga því Haukar mættu í hvítum búningum.
Þegar kom svo að meistaraflokksleiknum seinkaði dómurunum vegna ófærðar. Þeir höfðu setið fastir á Holtavörðuheiðinni og hófst leikurinn því ekki fyrr en kl: 20.15. 
Langur en ágætur dagur að lokum kominn. 

Næstu leikir hjá Tindastóli eru sem hér segir: