Ingvi Rafn hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeildina.

Ingvi Rafn hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeildina.

Kkd Tindastóls og Ingvi Rafn hafa komist að samkomulagi um að Ingvi Rafn leiki áfram með uppeldisfélaginu sínu á næsta tímabili. Ingvi Rafn átti frábært tímabil með Tindastóli og var einn af lykilmönnum liðsins. Ingvi Rafn spilaði sitt síðasta tímabil með unglingaflokki í vetur og líkt og í Domino's var Ingvi Rafn einnig lykilmaður þar, liðið varð íslandsmeistari í þeim flokki eftir taplausan vetur. Stjórn kkd lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa Ingva Rafn áfram innanborðs í baráttunni sem framundan er í vetur.

ÁFRAM TINDASTÓLL