Gleðilegt nýtt ár

Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar stuðningsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir stuðninginn á árinu sem leið. 
Það er skemmst frá því að segja að yngri flokkarnir hóf strax leik í dag. Stúlknaflokkur tapaði illa á móti Keflavík, 90-26 en Unglingaflokkur sigraði Fjölni 81-106 
Á morgun leikur svo drengjaflokkur gegn Fjölni hér heima, sà leikur hefst kl:12.00.
Næsti leikur í Dominos-deild karla er á fimmtudaginn hér heima gegn Stjörnunni en meistaraflokkur kvenna á ekki næst leik fyrr en 24. janúar gegn Fjölni á útivelli. 
Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast með leikjum okkar manna á nýju ári og mæta og styðja liðin, jafnt eldri iðkendur sem yngri.
Áfram Tindastóll!