Flug á Tindastólsfólki nú sem fyrr

9. flokkur stúlkna tapaði tveimur leikjum og vann tvo á Stykkishólmi, tölur úr leikjunum þeirra liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. 
Hjá 10. flokki drengja var spiluð tvöföld umferð á törneringu hér heima. Strákarnir unnu báða leikina við Hamar/Hrunamenn og skiptu svo sigrunum á milli í leikjunum á móti Þór en höfðu innbyrgðis tveggja stiga sigur. Þar af leiðandi voru þeir sigurvegarar törneringunnar. 
Drengja- og unglingaflokkur sigruðu svo báðir sína leiki. Drengjaflokkur sigraði KR 96-98 þar sem Pétur Rúnar fór á kostum og setti rúmlega 50 stig í leiknum og unglingaflokkur sigraði FSu 83-93. Gaman er að sjá að báðir flokkarnir eru efstir í sínum flokki, unglingaflokkur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og drengjaflokkur með 5 unna leiki og einn tapaðan.