Fjórir leikir um helgina

Á morgun fer 9. flokkur kvenna og spilar frestaðan bikarleik á móti Njarðvík. Leikurinn hefst kl: 18.00.
Meistaraflokkur karla fer einnig suður á morgun og leikur gegn Haukum kl: 19.15 í Dominos-deildinni.
Á laugardaginn keppir meistaraflokkur kvenna á móti Stjörnunni í Garðabænum kl: 16.30 og loks fer unglingaflokkur suður í Borgarnes á sunnudaginn og keppir þar við Snæfell/Skallagrím kl: 15.00.
Áfram Tindastóll!