Drengjaflokkur leikur á morgun

Drengjaflokkur spilar á morgun, mánudag kl: 19.00, frestaðan leik gegn Breiðablik hér heima. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta.
Þeir leikir sem fram fóru um helgina fóru allir svo að Tindastólsfólk tapaði. Fyrst fór 9. flokkur kvenna til Njarðvíkur og tapaði þar 53-27. Meistaraflokkur karla tapaði í annað sinn í vetur en Haukar skelltu þeim í Schenkerhöllinni, 104-81 og loks tapaði meistaraflokkur kvenna leik sínum gegn Stjörnunni, 90-45.
Meistaraflokkur karla á einn leik eftir fyrir jól. Hann verður á heimavelli næstkomandi fimmtudag kl: 19.15 en þá koma leikmenn Skallagríms norður. Önnur lið hafa lokið keppni fyrir jól þó svo að möguleiki sé á að einhver frestaður leikur gæti dottið inn.