Júdófélagið Pardus í heimsókn og bíóferð

Frá sameiginlegri æfingu með Pardus. Mynd: Katharina Sommermeier.
Frá sameiginlegri æfingu með Pardus. Mynd: Katharina Sommermeier.

Í dag kom Júdófélagið Pardus á Blönduósi í heimsókn á Sauðárkrók og æfði með iðkendum Júdódeildar Tindastóls. Æfingin var fyrir alla aldurshópa og mættu einnig iðkendur austan Vatna, sem æfa á Hofsósi. Eftir æfinguna var boðið upp að fara á sérstaka forsýningu Lego myndarinnar í Bifröst.

Tæplega fjörutíu iðkendur mættu á æfinguna og áttust við í glímum og leikjum. Þetta eru alltaf skemmtilegar og fjörugar æfinar þar sem iðkendur fá tækifæri á því að glíma við nýja andstæðinga. Toppurinn á deginum er svo auðvitað bíóferðin, sem margir eru búnir að bíða eftir ansi lengi.

Myndirnar hér fyrir neðan tók Katharina Sommermeier frá æfingunni í dag.