Mikið ævintýri fyrir íslenska hópinn

Frá æfingabúðunum í Linköping. Mynd: Einar Örn Hreinsson.
Frá æfingabúðunum í Linköping. Mynd: Einar Örn Hreinsson.

Síðast liðið vor bauð júdódeild Ármanns í Reykjavík Tindastóli að slást í hópinn á æfingabúðir í júdó til Linköping í Svíþjóð. Fimm iðkendur júdódeildar Tindastóls á aldrinum níu til þrettán ára þáðu boðið og urðu samferða fimm iðkendum Ármanns á aldrinum þrettán til sextán ára, ásamt þjálfurum beggja félaga.

„Þetta var mikið ævintýri fyrir íslenska hópinn þar sem sumir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð. Allir skemmtu sér vel og voru sér og sínu félagi til sóma og óhætt er að segja að við heimkomuna hafi ferðalangarnir verið þreyttir en ánægðir eftir vel heppnaða ferð,“ segir Einar Örn Hreinsson, þjálfari júdódeildarinnar.