Æfingar Júdódeildar Tindastóls hefjast 19. september

Vetrarstarf Júdódeildar Tindastóls hefst 19. september næstkomandi samkvæmt stundaskrá í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Æfingaaðstaða Júdódeildar Tindastóls hefur nú flust frá íþróttasal gamla barnaskólans við Freyjugötu í íþróttahúsið á Sauðárkróki. Æfingar hefjast þar mánudaginn 19. september samkvæmt stundaskrá:

 

* Fellur niður þegar körfuboltaleikir fara fram.
  Tími Aldurshópur
 Mánudagur 17:40 -- 18:40 2011 og eldri
 Þriðjudagur 20:20 -- 21:30 2006 og eldri
 Þriðjudagur 21:30 -- 22:50 2001 og eldri
 Miðvikudagur 16:10 -- 17:40 2011 og eldri
 Miðvikudagur 17:40 -- 18:40 2006 og eldri
 Fimmtudagur 20:20 -- 21:30 2006 og eldri*
 Fimmtudagur 21:30 -- 22:50 2001 og eldri

 

Skráningar sendist á judo@tindastoll.is með upplýsingar um nafn og aldur og eru nýir iðkendur velkomnir hvenær sem er. Hægt að fá frekari upplýsingar hjá Helenu í síma 864-0550 og hjá Einari Erni í síma 857-3008.

Iðkendur hafa kost á því að leigja búninga á meðan birgðir endast en einnig verður hægt að leggja inn pöntun á búningum til kaups eftir áramót.

Þjálfari verður Einar Örn Hreinsson 1. dan. Til afleysinga verða Magnús Freyr Gíslason 1. kyu, Jakob Smári Pálmason 2. kyu og Magnús Hafsteinn Hinriksson 4. kyu.