Þrír á pall á Haustmóti JSÍ í Grindavík

Frá Haustmóti, frá vinstri: Viktor Darri, Þorgrímur Svavar, Ása María, Magnús Elí og Arnór Freyr. My…
Frá Haustmóti, frá vinstri: Viktor Darri, Þorgrímur Svavar, Ása María, Magnús Elí og Arnór Freyr. Mynd Einar Örn Hreinsson.

Fimm keppendur frá Júdódeild Tindastóls kepptu á Haustmóti JSÍ í Grindavík

Haustmót Júdósambands Íslands (JSÍ) í yngri flokkum var haldið í Grindavík í dag. Keppendur komu frá flestum júdófélögum á Íslandi og voru á aldrinum 11 ára á árinu til 20 ára á árinu. Alls tóku 48 keppendur þátt í mótinu, þar af fimm frá Júdódeild Tindastóls: Þorgrímur Svavar Runólfsson (Dr. U15-81), Viktor Darri Magnússon (Dr. U13-73), Magnús Elí Jónsson (Dr. U13-60), Arnór Freyr Fjólmundsson (Dr. U13-50) og Ása María Sigurðardóttir (St. U13-40).

Keyrt var til Grindavíkur á föstudeginum og gist í Grunnskóla Grindavíkur. Eftir mót á laugardeginum var svo keyrt heim eftir stopp í keilu og pítsuveislu.

Allir keppendur stóðu sig vel og sýndu bætingu frá fyrri mótum. Ása María og Þorgrímur Svavar lentu í öðru sæti í sínum riðli og sigraði Viktor Darri sinn flokk. Magnús Elí sigraði eina glímu og lenti í fjórða sæti. Arnór Freyr tapaði báðum sínum glímum og hafnaði í fimmta til sjötta sæti.

Nánar má sjá úrslit mótsins hér.