Viðurkenningar júdófólks á hátíðarsamkomu UMSS

Haukur Rafn Sigurðsson. Frá hátíðarsamkomu UMSS. Mynd: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.
Haukur Rafn Sigurðsson. Frá hátíðarsamkomu UMSS. Mynd: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.

Hátíðarsamkoma UMSS fór fram í kvöld þar sem árið var gert upp og íþróttafólk verðlaunað.

Að þessu sinni var Þorgrímur Svavar Runólfsson tilnefndur af Júdódeildinni til íþróttamanns Tindastóls. Þorgrímur Svavar er búinn að æfa júdó í á fimmta ár eða frá því að Júdódeild Tindastóls var endurvakin haustið 2014. Hann hefur ávallt verið til fyrirmyndar utan sem innan vallar og sýnt stöðugar framfarir sem júdóiðkandi og tileinkað sér gildi íþróttarinnar. Helsti árangur Þorgríms Svavars á árinu er annað sæti á Íslandsmóti yngri flokka og fyrsta sæti á Norðurlandsmóti í sínum flokki.

Haukur Rafn Sigurðsson hlaut hvatningarverðlaun UMSS fyrir unga og efnilega íþróttamenn. Haukur Rafn hefur, líkt og Þorgrímur, æft júdó frá haustinu 2014 og er vel að þessari viðurkenningu kominn. Hann er hæfileikaríkur, metnaðarfullur og góður æfingafélagi sem gefur ávalt af sér til annarra iðkenda.

Að lokum var Einar Örn Hreinsson í hópi þeirra þjálfara sem fengu hvatningarverðlaun frá UMSS.

Stjórn júdódeildarinnar vill svo að endingu þakka öllum þjálfurum deildarinnar fyrir gott og óeigingjarnt starf á árinu og öllum sjálfboðaliðum úr hópi foreldra og iðkenda sem hafa ávalt verið til staðar þegar bretta þarf upp ermar fyrir viðburði og mót á vegum deildarinnar.

Kæru iðkendur og forráðamenn, gleðilega hátíð og takk fyrir árið sem er að líða - sjáumst hress á því næsta.

Myndirnar hér fyrir neðan tók Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir á hátíðarsamkomunni.