Tindastóll með keppendur á Vormóti JSÍ í júdó

Frá vinstri: Tsvetan Tsvetanov Michevski, Viktor Darri Magnússon og Sveinn Kristinn Jóhannsson í lár…
Frá vinstri: Tsvetan Tsvetanov Michevski, Viktor Darri Magnússon og Sveinn Kristinn Jóhannsson í láréttri stöðu. Mynd Einar Örn Hreinsson.

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á Vormót JSÍ sem haldið var hjá Júdófélagi Reykjavíkur í dag.

Sveinn Kristinn Jóhannsson varð þriðji í sínum flokki en aðrir komust ekki á pall.

Ásamt Sveini Kristni voru Viktor Darri Magnússon og Tsvetan Tsvetanov Michevski skráðir til leiks. Lenti Viktor Darri í fimmta sæti í sínum flokki en sökum þess að einungis einn keppandi var skráður í flokk Tsvetans - hann sjálfur - hafði hann enga andstæðinga til að etja kappi við að þessu sinni og keppti því ekki á mótinu. Má því með réttu segja að Tsvetan hafi verið í sérflokki á mótinu.

Mótið var svo gert upp með því að fara í keilu og borða gómsæta pítsu áður en þeyst var til baka í fjörðinn fagra.