Jólamót Júdódeildar Tindastóls 2016

Keppendur á Jólamóti Júdódeildar Tindastóls. Mynd Jóhanna Ey Harðardóttir.
Keppendur á Jólamóti Júdódeildar Tindastóls. Mynd Jóhanna Ey Harðardóttir.

Í dag var hið árlega Jólamót Júdódeildar Tindastóls haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.  Þátttakendur voru 22 frá þriggja ára aldri upp í sextán ára. Hart var barist undir hvatningu foreldra og gesta sem létu ekki jólaösina slá þennan viðburð út af dagskránni.

Ánægjulegt var að sjá hve margir iðkendur Júdódeildar Tindastóls skráðu sig til leiks á jólamótinu, en það markar lok starfsins á árinu. Af 22 keppendum byrjuðu átta að æfa júdó síðast liðið haust, þar af þrjár stelpur.

Keppendur eiga allir hrós skilið fyrir háttvísi jafnt innan sem utan vallar en ekki síst fyrir framúrskarandi frammistöðu í glímunum þar sem lítið var gefið eftir. Myndir frá mótinu og úrslit má sjá hér fyrir neðan.

Að móti loknu fengu allir gullpening og var einnig slegið upp pítsuveislu fyrir keppendur, sem voru himinlifandi yfir hvoru tveggja!

Stjórn Júdódeildarinnar vill að lokum þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins og öllum þeim sem sáu sér fært að mæta, keppendum jafnt sem áhorfendum.

Gleðilega hátið!