WOW Reykjavik International Games 2017

 

 

 

Frjálsíþrótta­keppni WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games 2017 fer fram í Laug­ar­dals­höll­inni laug­ar­dag­inn 4. fe­brú­ar.  Fremsta frjálsíþrótta­fólki lands­ins er boðið til mótsins, auk þess sem sex­tán mjög góðir er­lend­ir gest­ir mæta til leiks.  Í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um seg­ir að mótið sé lík­lega sterk­asta inn­an­hús­mót í frjáls­íþrótt­um sem haldið hef­ur verið hér á landi, svo búast má við skemmtilegri keppni.

Er­lendu gest­irn­ir koma frá Belg­íu, Dan­mörku, Englandi, Hollandi, Nor­egi, Skotlandi og Svíþjóð.  Ekki verður aðeins bar­ist um sig­ur í hverri grein á mót­inu, því nokkr­ir kepp­enda eru líka að keppa að lág­mörk­um fyr­ir Evr­ópu­meistaramótið, sem fram fer í Belgrad í mars. 

Meðal Íslendinganna sem boðið er til mótsins, eru Skagfirðingarnir Ísak Óli Traustason, sem keppir í 60m hlaupi og langstökki, og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, sem keppir í hástökki.

Keppendalista, tímaseðil, og úrslit, jafnóðum og þau eru kunn, má sjá HÉR

Bein útsending verður á RÚV kl 13 -15, þar sem okkar óviðjafnanlegi gamli félagi í UMSS, Sigurbjörn Árni Arngrímson, mun lýsa keppninni og gulltryggja að hún verði æsispennandi.