Stórmót ÍR í frjálsum 2019.

Jóhann Björn sigraði í 2 greinum.
Jóhann Björn sigraði í 2 greinum.

 

STÓRMÓT ÍR 2019 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 19. - 20. janúar. Keppendur voru hátt á 6. hundrað, frá 8 ára aldri og upp í flokka fullorðinna. Frá UMSS mættu 15 keppendur til leiks, þau stóðu sig öll með sóma og mörg þeirra náðu sínum besta árangri.

Þau sem unnu til verðlauna voru:

Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi karla á 6,93sek (pm og mótsmet), hann sigraði einnig í 200m hlaupi á 22,08sek.

Aníta Ýr Atladóttir sigraði í kúluvarpi (16-17 ára), kastaði 12,58m (pm og héraðsmet í aldursflokknum).

Ísak Óli Traustason varð í 2. sæti í langstökki karla, stökk 6,99m, og í 3. sæti í kúluvarpi karla, kastaði 12,37m (pm).

Guðný Rúna Vésteinsdóttir varð í 3. sæti í kúluvarpi (16-17 ára), kastaði 10,41m.

Árangur Skagfirðinganna á þessu fyrsta stórmóti ársins lofar góðu fyrir keppnistímabilið, sem fram undan er.

Öll úrslit mótsins !