Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

 

 

89. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram helgina 25.-26. júlí í Kópavogi.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,63m.

Lið UMSS vann til 5 verðlauna á mótinu, 1 gull, 3 silfur og 1 brons.

 

Verðlaunahafar UMSS:

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 1. sæti í hástökki (1,63m), og í 3. sæti í 100m grindahlaupi (15,74sek).

Daníel Þórarinsson varð í 2. sæti í 200m hlaupi (22,54sek).

Ísak Óli Traustason varð í 2. sæti í 110m grindahlaupi (15,63sek - pm).

Sveit UMSS í varð í 2. sæti í 4x100m boðhlaupi (43,18sek), en sveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Ísak Óli Traustason, Daníel Þórarinsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.

 

Öll úrslit á mótinu má sjá HÉR !