Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls.

Stjórn Fd. UMFT: Kolbrún, Thelma og Steinunn.
Stjórn Fd. UMFT: Kolbrún, Thelma og Steinunn.

 

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, fyrir starfsárið 2018, var haldinn 7. mars 2019.

Stjórn deildarinnar var endurkjörin, en hana skipa Thelma Knútsdóttir formaður, Kolbrún Þórðardóttir gjaldkeri og Steinunn Jónsdóttir ritari.

Þjálfarar deildarinnar, Sigurður Arnar Björnsson yfirþjálfari og þjálfari 15 ára og eldri, Gestur Sigurjónsson þjálfari 11-14 ára og Daníel Þórarinsson þjálfari 6-10 ára, hafa verið að gera góða hluti, en sárlega vantar þó betri aðstöðu og fleiri tíma til æfinga yfir veturinn.

Frjálsíþróttafólkið okkar hefur staðið sig mjög vel og margir sýnt miklar framfarir. Farið var á yfir 30 mót innanlands og 7 mót erlendis á árinu. Alls unnust níu Íslandsmeistaratitlar, sex Bikarmeistaratitlar og einn Unglingalandsmótstitill. Þá voru sett tíu ný héraðsmet í öllum aldursflokkum, utan- og innanhúss.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var valin “Íþróttamaður UMSS 2018” og Sigurður Arnar Björnsson “Þjálfari UMSS 2018”.

Íþróttafólkinu, þjálfurum og síðast en ekki síst, hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að starfinu, voru þökkuð frábær störf á árinu.