Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks


Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði 2014 verður haldin í félagsheimilinu Ljósheimum laugardaginn 8. nóvember og hefst hún kl. 18, húsið opnað kl. 17:30.

Kynnt verður val á „Frjálsíþróttakarli og -konu Skagafjarðar“, einnig heiðraðir efnilegustu unglingarnir, og veitt verða verðlaun fyrir framfarir og ástundun.

Að venju verða kræsingar á borðum og boðið uppá frábær skemmtiatriði.

 

Matseðill:

Lambasteik með fyllingu og kaffibættri villijurtasósu.

Kartöflubátar.

Ofnsteiktir kjúklingaleggir.

Graflax með sinnepssósu.

Ís og ávextir.

Gosdrykkir.

Annað tilheyrandi meðlæti.

 

Verð (Posi á staðnum):

Fullorðnir:                     Kr. 3000.

Börn 8-12 ára:              Kr. 1000.

Börn 7 ára og yngri:      Frítt.


Skráningarfrestur er til miðvikudags 5. nóvember

á netfanginu frjalsar@tindastoll.is, eða hjá Sigurjóni í síma 863-3962.


Sjáumst !