Góður árangur á MÍ 15-22 í frjálsíþróttum

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík 11.-12. janúar.  Um 300 keppendur mættu til leiks frá 16 félögum og samböndum.

Á mótinu var keppt í fjórum aldursflokkum beggja kynja, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára.

 

ÍR-ingar voru langfjölmennastir með 53 keppendur, FH með 28, Breiðablik 23, UFA 17 og UMSS 16, önnur lið með færri keppendur.

Í heildarstigakeppni mótsins sigruðu ÍR-ingar líka með yfirburðum, en lið UMSS varð í 5. sæti, og piltaliðið 18-19 ára varð í 3. sæti í sínum aldursflokki.

 

Skagfirðingar unnu einn Íslandsmeistaratitil, þegar Guðjón Ingimundarson sigraði í 60m grindahlaupi 20-22 ára.

 

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, nýkrýndur ”Íþróttamaður Skagafjarðar”, stóð sig frábærlega, bætti sinn fyrri árangur bæði í 60m og 200m hlaupum, og setti enn eitt héraðsmetið í 200m hlaupi innanhúss.

 

ÚRSLIT.

 

Verðlaunahafar UMSS á MÍ 15-22 ára ih. 2014:

 

Guðjón Ingimundarson (20-22): Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi.

 

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (18-19):  2. sæti í 60m og 200m hlaupum.

 

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (16-17):  2. sæti í 60m grindahlaupi og þrístökki.

 

Daníel Þórarinsson  (20-22):  2. sæti í 200m og 3. sæti í 60m og 400m hlaupum.

 

Ísak Óli Traustason  (18-19):  2. sæti í 60m grind. og 3. sæti í langstökki.

 

Vésteinn Karl Vésteinsson (15):  2. sæti í langstökki og 3. sæti í kúluvarpi

 

Brynjólfur Birkir Þrastarson (18-19):  2 sæti í þrístökki.

Sveinbjörn Óli Svavarsson (16-17):  3. sæti í 60m hlaupi.