Gautaborgarleikarnir


Á þriðja og síðasta degi Gautaborgarleikanna varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 200m hlaupi 18-19 ára.  Keppendur í hlaupinu voru 62 og var þeim skipt í riðla eftir uppgefnum tímum við skráningu í mótið. Ekki var hlaupið sérstakt úrslitahlaup, heldur réðu tímar úr riðlum endanlegri röð keppenda. Jóhann Björn naut því ekki góðra bætinga sinna að undanförnu og hljóp í 2. riðli, sem hann vann mjög örugglega á 21,60sek.  Tveir norskir hlauparar náðu betri tímum í 1. riðli, 21,28 og 21,59, svo Jóhann Björn hafnaði í 3. sæti.  Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, sem hljóp í 1. riðli, endaði í 4. sæti hlaupsins á 21,61sek.  Það hefði verið gaman að sjá þessa fjóra kappa í sama riðli !


Ísak Óli Traustason komst í úrslit í 110m grindahlaupi í flokki 18-19 og endaði í 7. sæti á 15,53sek, en hann náði sínum besta tíma, 15,28sek, í undanrásunum.

 

Hinir ungu og efnilegu unglingar í skagfirska hópnum náðu mjög góðum árangri, margir bættu sinn árangur og eru í mikilli framför.  Öll úrslit mótsins má sjá HÉR !