Gautaborgarleikarnir


Á öðrum degi Gautaborgarleikanna varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól/UMSS í 2. sæti bæði í 100m og 400m hlaupum 18-19 ára pilta. Í 100m hlaupinu hljóp hann á 10,78sek, en sænskur piltur sigraði á 10,74sek, keppendur voru 59.  Í 400m hlaupinu var tvöfaldur íslenskur sigur, Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA sigraði á 48,58sek og Jóhann Björn í 2. sæti á 49,22sek, af 37 keppendum.

Daníel Þórarinsson bætti sinn fyrri árangur, hljóp 100m á 11,36sek og 400m á 50,84sek, átti 51,51sek.

Fleiri Skagfirðingar náðu góðum árangri, eins og sjá má ef flett er gegnum ÚRSLITIN HÉR !