Frjálsíþróttalandsliðið er í Georgíu


Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 21.-22. júní, í 3. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Tiblisi í Georgíu.  Liðið hefur einsett sér að vinna sig upp um deild.  Miðað við framfarir okkar fólks nú í vor er það raunhæft markmið.  Til þess þarf liðið að verða í öðru tveggja efstu sæta deildarinnar, en það hefur skipað 4. sætið síðustu tvö árin.


Þátttökuþjóðirnar eru: Albanía, Andorra, Armenía, Azerbijan, Bosnía/Herzegovína, Georgía, Ísrael, Ísland, Kýpur, Luxemburg, Malta, Makedónía, Moldova, Svartfjallaland og Smáþjóðabandalagið.


Skagfirðingar eiga tvo fulltrúa í íslenska hópnum, Jóhann Björn Sigurbjörnsson hleypur 100m og bæði boðhlaupin 4x100m og 4x400m, en Sigurður Arnar Björnsson, þjálfari Tindastóls, er í þjálfarateyminu.


Landsliðshóp Íslands má sjá HÉR !