Enn bætir Jóhann Björn metin


Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, náði frábærum árangri á Sumarmóti UMSS sunnudaginn 15. júní.

Jóhann Björn, sem er 19 ára, sigraði í 200m hlaupi á 21,36sek, sem er nýtt Íslandsmet 22 ára og yngri.

Helsti keppinautur hans á hlaupabrautinni, Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, varð í 2. sæti á 21,59sek, en Kolbeinn átti gömlu metin í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára 21,38sek.


Öll ÚRSLIT mótsins.