Aðalfundur frjálsíþróttadeildarinnar


Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls fór fram 25. febrúar.

Íþróttastarfið gekk vel á síðasta ári og rekstur deildarinnar var jákvæður, þrátt fyrir aukinn kostnað.

Sigurjón Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar, eins og Guðrún Ottósdóttir gjaldkeri og Hafdís Ólafsdóttir meðstjórnandi. Eiður Baldursson gekk úr stjórn og voru honum þökkuð góð störf fyrir deildina.  Margrét Arnardóttir kemur inn sem tengiliður stjórnar við foreldra yngri barna.