Stórmót ÍR í frjálsum

(Mynd: Sigurður Óskar Jónsson)
(Mynd: Sigurður Óskar Jónsson)

 

Stórmót ÍR, fjölmennasta frjálsíþróttamót sem haldið er á Íslandi, fór fram í 21. sinn í Laugardalshöllinni í Reykjavík nú um helgina, 11. - 12. febrúar.  

Rúmlega 800 keppendur voru skráðir til leiks, alls staðar að af landinu, og einnig komu 54 frá Færeyjum. Keppendur voru á öllum aldri, þau yngstu, 8 ára og yngri og 9-10 ára, kepptu í fjölþrautum barna, en í eldri flokkum var keppt í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum.

Skagfirðingarnir sem kepptu voru 23 talsins og stóðu sig mjög vel, þau unnu þrenn gullverðlaun, eitt silfur og fjögur brons, auk þess sem mörg þeirra bættu sinn fyrri árangur.

Þau sem unnu til verðlauna voru:

Gull:

Andrea Maya Chirikadzi:  kúluvarp 14 ára:  10,74m.

Ísak Óli Traustason:  60m grindahlaup ka.:  8,37sek.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir:  Hástökk kv.:  1,71m.

Silfur:

Ísak Óli Traustason:  Langstökk ka.:  6,78m.

Brons:

Ísak Óli Traustason:  60m hlaup ka.:  7,18sek.

Jón Gabríel R. Marteinsson: 60m hlaup 11 ára:  9,97sek.

Rúnar Ingi Stefánsson:  Kúluvarp 18-19 ára:  12,25m.

Tanja Kristín Ragnarsdóttir:  Langstökk 11 ára:  3,60m.

Hér má sjá úrslit.