Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Reykjavík helgina 1.- 2. febrúar.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,66m, sem er hennar besti árangur, héraðsmet í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára stúlkna og jöfnun á skagfirska héraðsmetinu í kvennaflokki.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson vann silfur í 60m hlaupi og Guðjón Ingimundarson silfur í 60m grindahlaupi.


ÚRSLIT !