Þóranna Ósk sigraði í hástökki


Keppendur UMSS stóðu sig vel á fyrsta stórmóti ársins í frjálsíþróttum, Reykjavíkurleikunum, sem fram fóru í Laugardalshöllinni í Reykjavík 17. janúar.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,64m.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi karla, hljóp á 7,01sek.

Ragna Vigdís Vésteinsdóttir varð í 4. sæti í hástökkinu með 1,58m (pm).

Ísak Óli Traustason varð í 4. sæti í 60m grindahlaupi  á 8,85sek. (pm). 


Öll úrslit mótsins má sjá HÉR !