MÍ öldunga í frjálsum uh. 2019.

Theodór sveiflar sér á stönginni.
Theodór sveiflar sér á stönginni.

 

Meistaramót Íslands í öldungaflokkum frjálsíþrótta fór fram á Akureyri helgina 17.-18. ágúst. Á mótinu skal keppt í 5 ára aldursflokkum kvenna og karla, 30 ára og eldri. Feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson UMSS voru meðal keppenda og stóðu sig með glæsibrag.

Karl vann til  4 gullverðlauna í flokki 65-69 ára, fyrir 100m hlaup, hástökk, langstökk og kringlukast.

Theodór vann til 5 gullverðlauna í flokki 40-44 ára, fyrir 100m hlaup, hástökk, langstökk, stangarstökk og spjótkast.

Úrslit í einstökum greinum má sjá HÉR !

Til hamingju fræknu feðgar !