Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Til hamingju með gullið og metið Þóranna Ósk !
Til hamingju með gullið og metið Þóranna Ósk !

 

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík nú um helgina, 18. - 19. febrúar.

Þrír Skagfirðingar eru meðal keppenda:

Ísak Óli Traustason keppir í 60m grind., hástökki, langstökki, stangarstökki og kúluvarpi.

Sveinbjörn Óli Svavarsson keppir í 60m og 200m hlaupum.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppir í hástökki.

Keppnin hefst á laugardegi kl. 11, en kl 10 á sunnudegi.

Hægt er að sjá hér:  Keppendalista, tímaseðil og úrslit, jafnóðum og þau liggja fyrir. 

Af úrslitum fyrri dags:

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir: Íslandsmeistari í hástökki: 1,74 (pm og skagfirskt héraðsmet).

Ísak Óli Traustason: Stangarstökk 3,53 (pm) og kúluvarp 11,49m.

Sveinbjörn Óli Svavarsson: 60m hlaup 7,31sek.