Ísak Óli bætti sig í sjöþraut í Glasgow

Ísak Óli, Ingi Rúnar, Tristan Freyr, og Ari Sigþór eftir MÍ. (Mynd FRÍ).
Ísak Óli, Ingi Rúnar, Tristan Freyr, og Ari Sigþór eftir MÍ. (Mynd FRÍ).

 

Ísak Óli Traustason UMSS keppti um helgina, 4. og 5. mars, í sjöþraut karla á skoska meistaramótinu í fjölþrautum, sem fram fór í Glasgow.  Auk Ísaks kepptu í þrautinni þeir Tristan Freyr Jónsson ÍR, og Blikarnir Ingi Rúnar Kristinsson og Ari Sigþór Eiríksson, en þessir kappar urðu í fjórum fyrstu sætunum á MÍ í fjölþrautum hér heima í lok janúar.

Í fimmtarþraut kvenna keppti María Rún Gunnlaugsdóttir FH á mótinu í Glasgow.

Hægt er að sjá öll úrslit á mótinu HÉR

- - -

Fréttir af fyrri degi:

Ísak Óli stóð sig vel á fyrri degi þrautarinnar.  Hann hlaut samtals 2794 stig úr greinunum fjórum, 110 stigum meira, en þegar hann vann bronsið á MÍ í janúar. Árangur hans í einstökum greinum var: 60m hlaup 7,17sek (pm), langstökk 6,87m, kúluvarp 11,53m, hástökk 1,78m.

Tristan Freyr meiddist í langstökkskeppninni og varð því miður að hætta keppni, við sendum honum bestu bataóskir.

Fréttir af seinni degi:

Ísak Óli lauk keppni í þrautinni með glæsibrag.  Hann hlaut samtals 4929 stig og bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 256 stig.  Árangur hans í einstökum greinum var: 60m grindahlaup 8,44sek, stangarstökk 3,67m (pm) og 1000m hlaup 2:53.00mín (pm). Til hamingju með bætinguna Ísak Óli  ! 

Keppendur í sjöþrautinni voru 11 talsins, Ingi Rúnar varð í 3. sæti með 5229 stig, Ísak Óli í 5. sæti með 4929 stig (pm) og Ari Sigþór í 7. sæti með 4546 stig (pm).