Ísak Óli Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi

Til hamingju með gull og brons Ísak Óli !     (Mynd: UMSS)
Til hamingju með gull og brons Ísak Óli ! (Mynd: UMSS)

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík nú um helgina, 18. - 19. febrúar.

Úrslitum fyrri dags hafa verið gerð skil, en hér koma upplýsingar um úrslit seinni dags:

Ísak Óli Traustason: Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi: 8,50sek. Bronsverðlaun í langstökki: 7,13m (pm). Hástökk 1,82m (pm).

Sveinbjörn Óli Svavarsson: 200m hlaup: 23,70sek.

Öll úrslit á mótsins má sjá HÉR !

Um næstu helgi, verður MÍ 15-22 ára haldið í Reykjavík, þar verða þau væntanlega öll á ferðinni aftur, Ísak Óli, Þóranna Ósk og Sveinbjörn Óli, ásamt fleiri Skagfirðingum.

Til hamingju öll með góðan árangur um þessa helgi !

Gangi ykkur vel um næstu helgi !