MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum.

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 15-22 ára fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 25.-26. ágúst.

Keppendur voru á þriðja hundrað, frá 16 félögum og samböndum. Á mótinu var keppt í flokkum stúlkna og pilta 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára.

Skagfirðingar stóðu sig vel að vanda, unnu tvo Íslandsmeistaratitla, til 12 verðlauna alls, og urðu í 8. sæti í heildarstigakeppninni.

Þau sem unnu til verðlauna voru:

Andrea Maya Chirikadzi (15): Íslandsmeistari í kúluvarpi 11,16m (pm/ skagfirskt héraðsmet uh.), og 3. sæti í sleggjukasti 22,93m.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (20-22): Íslandsmeistari í hástökki 1,68m, 3. sæti í þrístökki 10,52m og 3. sæti í kringlukasti 25,70m.

Stefanía Hermannsdóttir (15): 2.sæti í spjótkasti 31,79m og 2. sæti í kringlukasti 31,33m (pm).

Kristinn Freyr Briem Pálsson (18-19): 2. sæti í 200m hlaupi 23,99sek og 3. sæti í 100m hlaupi 11,71sek.

Aníta Ýr Atladóttir (16-17): 3. sæti í spjótkasti 34,60m (pm/ skagfirskt met). 

Rúnar Ingi Stefánsson (18-19): 3. sæti í kúluvarpi 12,41m (pm).

Sveinbjörn Óli Svavarsson (20-22): 3. sæti í 100m hlaupi 11,25sek. 

Til hamingju öll sem kepptuð !

HÉR má sjá öll úrslit á mótinu !