Safna fyrir Gautaborgarferð

 

Frjálsíþróttaunglingarnir í UMSS ráðgera keppnis- og æfingaferð á Gautaborgarleikana næsta sumar.  Í fjáröflunarskyni efna þau til kökubasara föstudaginn 22. nóvember sem hér segir:

 

Skagfirðingabúð á Sauðárkróki frá kl. 15.

KS Í Varmahlíð frá kl. 13:30.

 

Í boði verða tertur, laufabrauð og smákökur.

Einnig verða seldir miðar í glæsilegu Hausthappdrætti FRÍ, en stór hluti ágóðans rennur til söluaðila.

 

Skorað er á Skagfirðinga að styðja okkar unga og stórefnilega frjálsíþróttafólk og næla sér í gómsæta bita í leiðinni.