Jóhann Björn Sigurbjörnsson


Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttamaður úr Tindastól, var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2013.  Jóhann, sem er 18 ára gamall, hefur þegar skipað sér í fremstu röð íslenskra spretthlaupara og var m.a. valinn í landslið Íslands sem keppti í sumar á Norðurlandameistaramóti 19 ára og yngri.  Af afrekum Jóhanns má nefna, að hann setti á árinu nýtt skagfirskt héraðsmet í 200m hlaupi karla innanhúss.


Verðlaunaafhendingin fór fram á samkomu sem haldin var í Húsi frítímans á Sauðárkróki 27. desember.  Þar voru einnig veittar viðurkenningar til efnilegra íþróttaunglinga.  Af hálfu Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var Sólveig Birta Eiðsdóttir tilnefnd til viðurkenningar.


Til hamingju Jóhann Björn, og aðrir sem heiðraðir voru !