Gleðilegt ár !

 

Frjálsíþróttadeildin óskar íþróttafólki sínu, fjölskyldum þeirra og Skagfirðingum öllum, gæfu og gengis á nýju ári.

Kærar þakkir til allra stuðningsaðila fyrir árið sem var að líða.

 

Framundan er ennþá stærra ár, 

ULM2014  verður hjá okkur.  Í þriðja sinn er okkur Skagfirðingum treyst fyrir þessum stóra viðburði.  Tökum höndum saman og stöndum okkur betur en nokkru sinni fyrr, innan vallar sem utan.

 

En nú er ástæða til að hugsa til nánustu framtíðar. 

Eins og á síðustu árum fara öll stóru frjálsíþróttamótin innanhúss fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík við bestu hugsanlegu aðstæður.

 

Stórmót vetrarins sem eru framundan:

 

11. - 12.  jan.

Meistaramót Íslands 15 - 22 ára.

,

 01. -  02. feb.

Meistaramót Íslands - Aðalhluti.

 

 08. -  09. feb.

Meistaramót Íslands - 11 - 14 ára.

 

15. feb.

Bikarkeppni FRÍ.

 

22. - 23. feb.

Meistaramót Íslands - Fjölþrautir.

 

22. - 23. feb.

Meistaramót Íslands - Öldungar.

 

 

Við erum tilbúin í slaginn !

 

ÁFRAM TINDASTÓLL !

ÁFRAM UMSS !