Gautaborgarleikarnir 27.-29. júní


Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum, „Världsungdomsspelen 2014“, standa yfir dagana 27.-29. júní á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg.

Þrátt fyrir nafnið, er keppt í öllum aldursflokkum karla og kvenna.  Þetta mót er eitt hið fjölmennasta sem haldið er í Evrópu ár hvert.  Nú eru þátttakendur alls nálægt 4000 talsins, frá 20 löndum, og koma um 40% frá öðrum löndum en Svíþjóð.  Frá Íslandi eru 110 keppendur, þar af 30 Skagfirðingar.

Á fyrsta degi mótsins, náði Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir Tindastól/UMSS glæsilegum árangri í hástökki, þegar hún stökk 1,67m sem er nýtt skagfirskt héraðsmet í kvennaflokki.  Gamla metið áttu þær saman systurnar Vilborg Þórunn  og Áslaug Jóhannsdætur, en það var 1,66m frá 2001 og 2002.  Þóranna Ósk keppti í flokki 18-19 ára stúlkna og varð þar í 5. sæti, en í 3. sæti þeirra sem sem eru 18 ára.


Hér má sjá frekari upplýsingar og öll ÚRSLIT !