Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013

 

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði fór fram sunnudaginn 24. nóvember.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir voru útnefnd „Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013“ í karla- og kvennaflokkum.  Fríða Ísabel Friðriksdóttir og Haukur Ingvi Marinósson voru valin efnilegust í flokki 11-15 ára.

Fjölmargar aðrar viðurkenningar voru veittar fyrir góð afrek og ástundun.