Baldur Haraldsson Íþróttamaður Skagafjarðar


UMSS og UMF Tindastóll héldu samkomu í Húsi frítímans á Sauðárkróki 27. desember, þar sem kynntar voru niðurstöður úr vali á „Íþróttamanni Skagafjarðar“ og „Íþróttamanni Tindastóls“ fyrir árið 2014.


Tilnefningar til Íþróttamanns Skagafjarðar  2014:

Arnar Geir Hjartarson (golf).

Baldur Haraldsson (akstursíþróttir).

Gísli Gíslason (hestamennska).

Helgi Rafn Viggósson (körfuknattleikur).

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (frjálsíþróttir).

Jón Friðbjörnsson (akstursíþróttir).

Loftur Páll Eiríksson (knattspyrna).


Íþróttamaður Skagafjarðar 2014 var valinn Baldur  Haraldsson, í  2. sæti varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson og í 3. sæti Arnar Geir Hjartarson.  Baldur var fyrir skömmu einnig valinn „Akstursíþróttamaður ársins“ af Akstursíþróttasambandi Íslands.


Þá var Hlynur Þór Haraldsson golfþjálfari útnefndur Þjálfari ársins 2014, kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks var valin Lið ársins 2014, og einnig voru veittar viðurkenningar til hóps efnilegra unglinga.


Tilnefningar til Íþróttamanns Tindastóls 2014:

Bríet Lilja Sigurðardóttir (körfuknattleikur).

Guðrún Jenný Ágústsdóttir (knattspyrna).

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (frjálsíþróttir).

Loftur Páll Eiríksson (knattspyrna).

María Finnbogadóttir (skíði).

Pétur Rúnar Birgisson (körfuknattleikur).

Rannveig Sigrún Stefánsdóttir (sund).

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (frjálsíþróttir).


Úr þessum vaska hópi var Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlauparinn snjalli, valinn Íþróttamaður Tindastóls 2014.


Frjálsíþróttadeild Tindastóls sendir Baldri, Jóhanni Birni og öllum öðrum sem viðurkenningar hlutu, bestu hamingjuóskir með góðan árangur á árinu sem er að líða.